17.10.2010 | 16:51
Er strætó til fyrirmyndar?
ok, auðvitað er mjög fínt að strætó sé að reyna að gera góða hluti og sýna fyrirmynd í umferðinni því að það er alveg kominn tími til þar sem þetta eru mestu ökuníðingar umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hef margoft þurft að snarhemla eða sveigja yfir á næstu akrein þar sem strætó er að koma inná akrein frá stoppustöð. Því þeir vita að þeir eiga réttinn svo þeir líta ekki hvort bíll sé að koma eða ekki því að þeim er flestum bara alveg sama! Svo finnst mér strætó líka vera nokkuð oft í umferðarslysum hér á landi.
Þannig að ég bíð spennt eftir því að sjá breytingu á ökulagi strætóbílstjóra!
Strætó til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eiga réttinn? Ónei. Þeir eiga ekki réttinn nema í einstaka götum.
Þeir t.d. eiga engan forgang á götur þar sem hámarkshraði er yfir 50.
En þar eru þeir einna verstir. Stefnuljósið nær ekki einu blikki áður en þeir þruma í veg fyrir umferð á Miklubraut og Kringlumýrarbraut t.d.
Þetta eru mestu dólgar sem fyrirfinnast í umferðinni.
AK (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 17:21
Ágæti AK, vænt þætti mér um ef þú færðir skýrari rök fyrir máli þínu, þá kannski sérstaklega þessari 50km skilgreiningu
Steinþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 18:34
Sælt veri fólkið.
Í fyrsta lagi er ekki talað um ,,rétt" í umferðarlögum, heldur forgang.
Úr 18. grein umferðarlaga:
,,Ökumaður, sem í þéttbýli nálgast biðstöð þar sem hópbifreið hefur numið staðar, skal, ef ökumaður hennar hefur gefið merki um að hann ætli að aka af stað, draga úr hraða og, ef nauðsyn ber til, nema staðar þannig að hópbifreiðin geti ekið frá biðstöðinni. Ökumaður hópbifreiðarinnar skal eftir sem áður hafa sérstaka aðgát til að draga úr hættu."
Úr 36. grein umferðarlaga:
,,Sérstök skylda hvílir á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður:
...
i) þegar ökutæki nálgast hópbifreið eða merkta skólabifreið, sem numið hefur staðar til þess að hleypa farþegum inn eða út..."
Ég finn hvergi í umferðarlögum að þetta gildi ekki á vegum þar sem hámarkshraði er hærri en 50 km/klst.
Það er rétt að vagnstjórar eiga að gefa stefnuljós tímanlega og gæta sín, en ég sé ekki betur en að þú, Saga, gerir þig seka um brot á umferðarlögum, úr því þú hefur ekki gætur á þér þar sem strætisvagn hefur stöðvað við að hleypa farþegum inn og út. Þú ættir að athuga þinn gang.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 17.10.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.